18.7.2009 | 14:27
Ræður Árni Johnsen hvort Ísland gengur í ESB?
Við landarnir höfum þá tilhneigingu að taka upp hráar yfirlýsingar einstakra ráðamanna í útlöndum og leggja almennt út af þeim. Í þessari frétt í Süddeutschen Zeitung, sem vitnað er í og síðan lagt út af í bloggi Guðmundar Jónasar Kristjánssonar í dag í Mbl.is, er eiginlega samansuða af yfirlýsingum þriggja áhrifamanna í CSU í Bæjaralandi, flokksformannsins Seehofer, framkvæmdastjórans Dobrindt og formanns ESB fulltrúa CSU. - Þeir CSU mennirnir eru í glimu við Angelu Merkel kanzlara um ýmislegt og hún tekur þeim stundum sem órólegu deildinni í stjórn sinni. "Við viljum fyrst ræða um uppbyggingu ESB áður en bandalagið tekur inn nýja aðila." - Og "ESB getur ekki leikið björgunarhlutverk fyrir efnahagskreppu á Íslandi." Þeir félagarnir eru semsagt í hrossakaupum við kanzlarann og yfirstjórn landsins. - Og Merkel beitir gjarna húmor í samskiptum við þá eða aðallega Seehofer formann flokksins. "Ef þið viljið bíta, bítið þá hinn rétta," segir hún. Seehofer segir flokk sinn oft hafa verið óþægilegan, það tilheyri venjum. - Flokkurinn er oft fremur öfgafullur að mínu mati, en það hefur verið viðtekið alveg síðan Franz Joseph Strauss var formaður og ráðherra í ríkisstjórn Adenauers. Menn kippa sér ekkert upp við það í München eða Bayern.
En svo kippa menn sér upp við það hér á landi og ýmsir leggja stórt út af þessum fréttum. Það getur verið að okkur þyki bara sniðugt að hlusta á yfirlýsingar Árna Johnsen um ESB og aðildarumsókn okkar. Það er alltaf svona. Það þarf einhverja trúbadora og skemmtikrafta til að brýna okkar sýn á öfgadæmi í lýsingum á flóknum málum, sem erfitt er að skilja fyrir almenning.
Ritara finnst ástæða til að geta þess, að hann hefur dvalist í níu ár í Bæjaralandi og lesið Süddeutschen Zeitung alltaf af og til.
Andsnúnir inngöngu Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Jónas Bjarnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammmála og viðbúið að margir hér heima á Íslandi þekki ekki þennan flokk og haldi að þetta sé mun merkilegri eða óvæntari yfirlýsing en þetta er í raun og veru.
Svala Jónsdóttir, 18.7.2009 kl. 14:39
Þetta er gamall nasistaflokkur sem hefur haft útlendingahatur á stefnuskrá sinni. Frans Josef Strauss heitinn var eðal nasisti.
Finnur Bárðarson, 18.7.2009 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.