Lögin um veiðigjald reyndust ekkert ónothæf

 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra með meiru hélt ræðu í tilefni sjómannadagsins í Reykjavík og Mbl. hefur eftir honum, að lögin um veiðigjald séu ónothæf.  -  Það var nefnilega það. Ráðherran er eins og þokulúður, raddsterkur og passlega ómálefnalegur og pólitískur. Hann vill eins og stjórnarflokkarnir víst breyta og minnka "álögur" á sjávarútveginn. En þetta er algjör misskilningur. Veiðigjöldin eru hugsuð sem "veiðigjöld" eða gjald til að renta af fiskauðlindunum á Íslandsmiðum, sem renni að hluta til þjóðarinnar en ekki bara beint í vasa útgerðarinnar. Þá koma upp álitamál mörg. Mismunandi útgerðir koma misvel út og þá kemur upp spurningin hvort útgerðir eigi að laðast eftir rentugjöldunum eða hvort útgerðarmynstur eigi að móta rentugjöldin.- Eiga feitir menn að greiða hærri laxveiðileyfi en grannir menn? Á að hafa alveg fast gjald á hvert tonn af þorski og útgerðin verði þá að mótast eftir því. Eiga stór skip að greiða hærri rentugjöld en lítil skip? - Þetta allt veldur milljón spurningum og það verður aldrei hægt að setja fram reglur, sem allir eru ánægðir með. - Og ráðherrann getur flakkað um landið og blásið í sinn þokulúður og reynt að vinna sér stuðning með því að lofa mönnum lækkun á veiðigjaldinu. Það er til vinsælda fallið.

Ríkisstjórnin á eftir að sýna það að hún geti komið saman fjárlögum fyrir næsta ár. Þessvegna verður spennandi að sjá fjárlagafrumvarpið í haust. Hún hefur lofað skattalækkunum og lækkun á ýmsum sérgjöldum líka, tryggingargjaldi og nú veiðigjöldum. Og svo er stóra málið. Skuldamál heimilanna. Þau munu kosta peninga og þeir koma frá skattgreiðendum á einhvern hátt.


mbl.is Lögin reyndust ónothæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef ekki er hægt að nálgast grundvallarupplýsingar til ákvörðunar þessu gjaldi þá eru lögin ónothæf. Það er kjarni málsins.

Þú lest kannski bara fyrirsagnir og jarmar svo á blogginu útfrá þeim?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2013 kl. 13:22

2 identicon

Folk sem vill nÿðast á öðrum, reynir alltaf að skipta landinu í lið. Sem dæmi getum farið ílla með útgerðarmenn af þvi þeir eru ríkir og fámennir. Við getum bannað jeppakarla á hálendið, þegar þeir skaða svaðið minna en hestar, en hestamennska liggur flestum nær. Við getum sett röklausar reglur um skoyvopnaeign af þvi þeir eru óvinsælir. Allt fylgir þetta sama minnstri, sem vinstrimenn hafa fylgt frá upphafi, það er hægt að nýðast á öllum, svo lengi sem meir eru afmarkaðir frá hjörðini, á endanum erum við öll hluti af minnihluta.

Eina leiðin til að búa í sanngjörnu og rökréttu samfélagi, er að standa upp fyrir hinum. Þótt maðursé ekki sammála þeim, þá veltur frelsi mitt á frelsi þeirra. Útgerðarmenn eru upp til hópa miðstéttar fólk sem skuldsetti sig upp í kok til að eiga efni á nægum kvóta til að lifa.

Stefán (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Bjarnason

Höfundur

Jónas Bjarnason
Jónas Bjarnason
Höfundur er fyrrverandi háskólakennari og sérfræðingur í ríkisþjónustu

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • untitled
  • untitled
  • untitled
  • untitled
  • Litíum-rafhlaða

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband