Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Bjarnason

Litíumrafhlöður eru að valda byltingu í að knýja rafbíla.  Flestir vita, að gömlu blýgeymarnir, fyrsta kynslóð battería, eru allt of þungir til að geta komið til greina til að knýja venjulega bíla.  Þeir geta þó knúið lyftara t.d. á sléttu steingólfi í töluverðan tíma.  Bílarnir eru með gúmmíhjólum og fara um mismunandi veg og það kostar viðbótarorku. - Með annarri kynslóð geyma, nikkelhydríðgeymum, voru síðan tvinnbílar útbúnir, en þeir gátu jafnvel minnkað eldsneytisreikninginn um helming.  Slíkir bílar hafa verið í umferð í nokkur ár, en þeir hafa brúað bilið yfir í þriðju kynslóð rafgeyma, litíumgeymanna og litíumtæknina.  Þeir eru nokkrum sinnum léttari, en þungi þeirra er misjafn eftir því hvaða litíumefni eru notuð, en þeir eru a.m.k. sex sinnum léttari en blýgeymarnir en hafa ýmsa aðra kosti framyfir þá fyrri.  Rannsóknir á lítíumgeymunum eru stundaðar af gífurlegu kappi í fjölda landa og það er enginn sigurvegari enn í því kapphlaupi.  Kínverjar hafa þó komið með bíl á markað, sem er talinn geta kallast litíumbíll, en hann kemst u.þ.b. hundrað kílómetra á einni hleðslu, en það er nóg fyrir flesta borgarbúa allsstaðar til að komast í vinnu og til baka.  Svo er bara snúrunni stungið í samband heima og geymirinn er hlaðinn yfir nóttina.  Þeir bílar eru með litlum bensínmótor, sem er til öryggis ef aka þarf meira en rafgeymirinn getur áorkað.  Þá fer bensínmótorinn bara af stað.  Einnig má nota hann til að hlaða geymana meðan á akstri stendur.  Það er mun hagstæðara að nota rafmagnsmótorinn sem mest því hann kemst af með miklu minni orku en bensínmótorinn. - Ameríkanar eru einnig að þróa sína bíla, Chevrolet, BYD, Chrysler, Land Rover, Toyota, Tesla, Benz og sennilega eru allir stóru bílaframleiðendurnir gera tilraunir. - Það eru ákveðnar ástæður fyrir því, að litíum er talinn svona girnilegur kostur fyrir rafgeyma.  Efnið er léttasti málmurinn og auk þess með ákjósanlega efnafræðilega kosti.  Svo hefur málmurinn ekki ókosti vetnis, en þeir eru svo miklir, að það er tæpast talið koma til greina sem valkostur fyrir rafgeyma eða efnarafala í bílum.  Vetnistæknin hefur lélega orkunýtingu frá rafmagni til orku í hjólum bíla, einungis um 20% eða svo stendur í þýskum fréttum.  Svo er hún mjög fyrirferðamikil og vetniskútar með 800 kílóa þrýstingi eru ekkert árennilegir, stórir og miklir.  Litíumgeymar eru sýndir skematískt að ofan, en þar er litíum sem katóða eða +skaut og fjölliðað kolefni sem anóða eða -skaut.  Síðan er rafleiðandi vökvi, elektólýt, á milli skautanna og síðan hálfgegndræp himna.  En þessi tækni er langtífrá fullþróuð og nánast óteljandi möguleikar til nýjunga.  Eiginleikarnir eru þegar orðnir mjög ákjósanlegir og flestir vita, að öflugustu ferðatölvur eru drifnar með litíumrafhlöðum.  En þróunin hefur ekki verið áfallalaus.  Dell fyrirtækið varð að innkalla tugi þúsunda ferðatölva fyrir nokkrum árum vegna þess að rafhlöðurnar gátu fengið skammhlaup og hitnað og bráðnað.  Sá galli hefur síðan verið lagaður. - Það er ekki af ástæðulausu að fjöldinn allur af fyrirtækjum hefur viðrað möguleikann á litíumtækninni og það er engin skyndibóla.En málmurinn er dýr og rafhlöður í lítinn bíl kosta nú um 2 þúsund dollara eða ca, 250 þúsund kr.  Það er umtalsverður kostnaður fyrir lítinn bíl.  Málmurinn kemur fyrir í náttúrunni í allmörgum löndum, en ríkulegustu staðirnir eru í Bolivíu og fleiri stöðum í Andesfjöllunum.  Einnig í Bandaríkjunum (Nevada), Tíbet, Rússlandi o.fl. löndum.  Þar sem óendanlegur fjöldi af afleiðum litíums (litíumcarbonat, fosfat) í skautum koma til greina og sem litíum í fjölliðum gerfiefna, en þannig má spara litíum með tækni.  Þar sem svo margir möguleikar koma til greina og þar sem Ísland er orkuríkt land, þá er þessi tækni ákjósanleg og markmiðið að gera sem næst alla bíla og bílaumferð drifna með rafmagni, er líka okkur skylt.  Við gætum orðið framarlega í þessari tækni og innlendi bílaflotinn er líka nokkuð stór. - Þó verður að gera ráð fyrir því, að erfiðlega gangi að ná tækni til að drífa flutningabílana og sérstaklega þá stóru.  Einnig orka fyrir skipaflotann verður um fyrirséða framtíð áfram díselolía. -  Þetta er mál, sem bæði iðnaðar- og umhverfisráðuneytið gæti látið til sín taka.  Annað eins hefur svosem gerst.  -  Við yrðum að flytja inn litíumcarbonat frá Bolivíu t.d., en allir þeir, sem eru að gera tilraunir nú, verða að flytja inn hráefnið nema Bandaríkjamenn, sem hafa lítíum í Nevada.  Háskólar landsins ættu að taka þetta mál upp, en HÍ gæti hafið tilraunir án mikils undirbúnings. Þetta mál er svosem ekkert vetnismál.

Jónas Bjarnason, 9.9.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Arnar

Batterí eru svo gamaldags.  Og svo er yfirleitt mjög dýrt að farga þeim.

Þráðlaust rafmagn er málið.

Arnar, 9.9.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Bjarnason

Höfundur

Jónas Bjarnason
Jónas Bjarnason
Höfundur er fyrrverandi háskólakennari og sérfræðingur í ríkisþjónustu

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • untitled
  • untitled
  • untitled
  • untitled
  • Litíum-rafhlaða

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband