Spurning til Ögmundar Jónassonar um ESB umsókn

2. desember 2008, 13:57:07 | Jónas Bjarnason efnaverkfræðingurGo to full article

Ögmundur. Það er haft eftir þér í frétt á Eyjunni í dag: - “Hann segist þó ekki hafa skipt um skoðun á ESB og telji enn að ókostirnir vegi þyngra en kostirnir. Hann minnir þó á að hann og fleiri hafi barist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem stjórnvöld hafi á sínum tíma ekki fallist á.” - Hverjir eru ókostirnir? - Ætlar þú að gleypa það umyrðalaust, að sjávarútvegur muni leggjast undir Bruessel? - Ástandið þar í fiskveiðistjórnun er skelfilegt vegna svokallaðrar ofveiði, en réttar er að kalla það fiskeyðingu. Það er búið að skrapa alla botna svo mikið, að þeir eru að mest jafnaðir út og víða hálflíflausir. Svo eru fiskstofnar úrkynjaðir og það er ekki sérviskuleg skoðun heldur fræðileg niðurstaða vísindamanna. - Nú berast næstum daglega fréttir af miklu brottkasti í ESB löndum og það er útbreidd skoðun, að þetta geti ekki gengið svona lengur. Ástæðan er kvótakerfið þeirra, en það er beinn orsakavaldur að brottkastinu. - - Þess vegna eigum við Íslendingar að bera höfuðið hátt og setja þeim í ESB kröfur um breytingar á fiskveiðistjórnuninni í stíl við það, sem við getum gert með íslenskum lögum og bannað að mestu allar togveiðar á botnfiski. Og með því að stjórna fiskveiðum með veiðarfæraákvæðum og veiðigjöldum, þá tökum við auðlindagjald af sjávarútvegi og þá njótum við fjarlægðaverndar. - Auk þess gerir ekki mikið til ef einhver skip frá ESB koma því við getum haft þau áhrif, að þau landi alveg eins og íslensk skip aflanum hér heima. - Í dag í Mbl. skrifar Jón Sigurðsson fv. formaður Framsóknar um samningsmarkmið okkar gagnvart ESB. - Þar er löng útlistun um kröfur varðandi sjávarútveg. Það er eins og við eigum að leggjast í duftið til að aðlagast því, sem nú sennilega flestir í ESB vilja ekki og telja fyrirkomulag, sem standist ekki til frambúðar. - Nei, við skulum bara segja þeim hvernig á að gera hlutina og sjá til. Jafnvel þótt þessir pólitíkusar, sem sjá um samningamálin, séu eins og álfar út úr hól varðandi sjávarútveginn. Heimska er ekki markmiðið eða er það? Ef við verðum varir við heimsku, þá segjum við þeim það. Áframhald fiskveiðistefnu ESB er heimska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Bjarnason

Höfundur

Jónas Bjarnason
Jónas Bjarnason
Höfundur er fyrrverandi háskólakennari og sérfræðingur í ríkisþjónustu

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • untitled
  • untitled
  • untitled
  • untitled
  • Litíum-rafhlaða

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband